föstudagur, desember 21, 2007

*Andvarp*

Mér finnst ég bara verði að blogga þó ég hafi ekkert sérstakt að segja. Síðasta prófið var í dag, eftir viku sem einkenndist af veikindum (minna og allra dætranna) og lack of motivation. Er samt nokkuð viss um að ég náði öllu svo nú fer ég reynslunni ríkari inn í næstu önn sem byrjar um miðjan janúar.

Skrýtin tilfinning sem fyllti magann á leiðinni heim eftir prófið. (Mig langar að segja tómleiki, en getur tómleiki "fyllt" magann? ) Allt í einu vantaði mig einhvern sem biði heima og ég gæti hoppað upp um hálsinn á til að fagna þessu öllusaman.

Skrýtið.

Og allt í einu verður maður eitthvað væminn (og ekki einu sinni byrjuð á rauðvíninu sem ég var búin að lofa mér)

þriðjudagur, desember 18, 2007

When do you plan to kill yourself?

Eftirfarandi spurningar eru úr "The Feeling Good Handbook" og eiga að gefa vísbendingu um hvort sá sem svarar sé í áhættuhóp fyrir að stytta sér aldur.

1. Have you been feeling sad or unhappy?
2. Do you ever feel hopeless?
3. Do you ever have thoughts of death or think that you would be better off dead?
4. Do you have any urge to kill yourself?
5. Do you feel you can resist these impulses or do they sometimes tempt you?
6. Do you have any actual plan to kill yourself?
7. When do you plan to kill yourself?
8. Is there anything that would hold you back suck as your family or religious convictions?
9. Have you ever made a suicide attempt in the past?
10. Would you be willing to seek help or talk to someone if you ever felt desperate?

If a person answers "yes" to any number of these questions, the threat of suicide may be imminent.

Ég meina... hvers vegna að gera einfalt mál flókið?

föstudagur, desember 14, 2007


Tvífarar

Þessir tveir fréttamenn eiga fleira sameiginlegt en starfið.

Til dæmis þetta einlæga bros.