*Andvarp*
Mér finnst ég bara verði að blogga þó ég hafi ekkert sérstakt að segja. Síðasta prófið var í dag, eftir viku sem einkenndist af veikindum (minna og allra dætranna) og lack of motivation. Er samt nokkuð viss um að ég náði öllu svo nú fer ég reynslunni ríkari inn í næstu önn sem byrjar um miðjan janúar.
Skrýtin tilfinning sem fyllti magann á leiðinni heim eftir prófið. (Mig langar að segja tómleiki, en getur tómleiki "fyllt" magann? ) Allt í einu vantaði mig einhvern sem biði heima og ég gæti hoppað upp um hálsinn á til að fagna þessu öllusaman.
Skrýtið.
Og allt í einu verður maður eitthvað væminn (og ekki einu sinni byrjuð á rauðvíninu sem ég var búin að lofa mér)
5 ummæli:
til hammó með próflok...!
og *aðventuknús*, elsku frænka. Það er gott að vera dálítið væminn í kringum jólin.
Vonandi sé ég þig yfir hátíðirnar, það skyldi þó aldrei.... ;)
Til hamingju með próflokin
Gleðileg jól
Til hamingju með prófin, Eva mín. Og já, það er sko bara allt í því fínasta að vera væmin yfir hátíðarnar. Ef ekki þá, hvenær ætti það þá að vera leyfilegt, spyr ég bara!!!
True.
Gleðileg jól elskurnar mínar :)
Skrifa ummæli