Gleðilegt ár
...elskurnar mínar og takk fyrir allt bara.
Ég get ekki sagt að síðasta ár hafi verið eitt af mínum uppáhalds, en er staðráðin í að þetta nýja verði þeim mun skemmtilegra.
Það sem stendur uppúr er þó ekkert til að grenja yfir:
* mótorhjólapróf og margir frábærir hjólatúrar
* ómetanlegir dagar í Veiðivötnum með Ernu minni
* helganga á 24 tinda sem saman mynda Glerárdal - á 25 tímum
* og auðvitað fyrstu skrefin í háskólanum
Ekki má gleyma þessu yndislega sumri sem var klárlega það besta (í veðurfræðilegum skilningi) sem ég hef upplifað.
So; ready - set - go! ...og farið varlega :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli