Úr smiðju Fritz Kahn:
"Þegar loks er komið að augnabliki samfaranna, verður maðurinn að sýna mikla háttvísi. Hann má ekki ráðast að konu sinni eins og rándýr, sem stekkur á bráð sína. Þessa nótt verður hann að bæla fýsnir sínar og leggja frekar stund á að líkjast lækni, sem kominn er til þess að hjálpa þeim er þjáist."
"Fyrst ber að gæta þess, að særa ekki blygðunarkennd brúðarinnar. Hann má ekki krefjast neinnar útsláttarsemi eða sýningar á kvenlegum töfrum þessa nótt; öllu skal stillt í moll og rökkur. Hann ætti að lofa brúðinni að afklæðast í einrúmi og ekki koma til hennar fyrr en hún er háttuð. Hann ætti heldur ekki að afklæðast að henni ásjáandi, heldur í næsta herbergi, ef mögulegt er, eða þá í myrkri, og halda þeirri reglu framvegis, ef auðið er. Fagur kvenlíkami í silkifötum getur haft hina mestu þýðingu sem hrífandi kynerting og undanfari ástarleiks, en karlmannsleggir í sokkum og loðin bringa undan hvítri skyrtu veita engan unað."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli