fimmtudagur, mars 20, 2008
Páskafrí
Jei! Þá fær maður loksins tíma til að slappa af... right?
Um leið og ég er búin að klára verkefnin sem eftir eru áður en próflestrarfríið skellur á. Væri kannski ekki svo slæmt ef ég væri ekki svona einstaklega ómótíveruð og þjökuð af fullkomnum skorti á einbeitingu og já, bara almennri nennu. Ég get ekki beðið eftir vorinu og sumrinu með öllum ferðalögunum sem ég ætla í, öllum fjöllunum sem ég ætla að labba á og öllum mótorhjólatúrunum. Ég þjáist semsagt af ótímabæru vori í sálinni, nú þegar ennþá eru tveir mánuðir til prófloka.
Það er því ljóst að næstu vikur verða keyrðar á þeim sjálfsaga sem ég vona að leynist ennþá þarna einhvers staðar, og vonandi verður þetta allt þess virði þegar það er búið.
En vá, hvað ég hlakka til.
2 ummæli:
Gleðilega Páska!
Sömuleiðis :)
Skrifa ummæli