Af gefnu tilefni
(af hi.is)
"Félagsráðgjafar starfa aðallega við meðferð og þjónustu í þágu skjólstæðinga einkum á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu og í mennta- og dómskerfi. Enn fremur starfa félagsráðgjafar við stjórnunar- og skipulagsstörf í félags- og heilbrigðisþjónustu. Þeir starfa m.a. í ráðuneytum, sem félagsmálastjórar, framkvæmdastjórar svæðisstjórna og forstöðumenn í ýmsum stofnunum. Þá starfa félagsráðgjafar að rannsóknum. Auk þess starfa félagsráðgjafar ýmist launað eða í sjálfboðavinnu hjá hagsmunafélögum og frjálsum félagasamtökum. Markmið félagsráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í eigin lífi og í samfélaginu."
Þar hafiði það :)
fimmtudagur, maí 22, 2008
miðvikudagur, maí 14, 2008
Aaahhhhhh!
Síðasta prófið var tekið með stæl í morgun og gekk bara glimrandi. Nú bíður maður bara spenntur eftir einkunnunum :)
Er eiginlega ekki ennþá farin að fatta að þessi törn sé búin og ég þurfi ekki að hugsa meira um skóla næstu fjóra mánuðina eða svo.
Ekki skemmdi þetta yndislega veður fyrir heldur, allt í einu er allt orðið grænt, sólin skín og hingað inn þvældist hunangsfluga á stærð við sebrahest.
Held ég kíki hjólarúnt í kvöld og svo tekur vinnan við á morgun með FRÍ um helgar! :D
Gleðilegt sumar!
Síðasta prófið var tekið með stæl í morgun og gekk bara glimrandi. Nú bíður maður bara spenntur eftir einkunnunum :)
Er eiginlega ekki ennþá farin að fatta að þessi törn sé búin og ég þurfi ekki að hugsa meira um skóla næstu fjóra mánuðina eða svo.
Ekki skemmdi þetta yndislega veður fyrir heldur, allt í einu er allt orðið grænt, sólin skín og hingað inn þvældist hunangsfluga á stærð við sebrahest.
Held ég kíki hjólarúnt í kvöld og svo tekur vinnan við á morgun með FRÍ um helgar! :D
Gleðilegt sumar!
þriðjudagur, maí 13, 2008
Af hverju prófstress?
Til að fá námslánið sitt þarf maður að ná 15 einingum á önninni (sem er fullt nám).
Nái maður 80% af þeim, fær maður 80% af láninu.
Nái maður undir 75% fær maður ekkert.
Þar sem lánin eru greidd eftir á lifir námsmaðurinn á fyrirgreiðslu frá bankanum sínum (á okurvöxtum), sem námslánið gengur svo upp í þegar það er greitt út.
Hence: skert námslán - skuld við bankann
Að auki þurfa svo þeir sem búa á Stúdentagörðunum að skila lágmarks einingafjölda á ári til að halda íbúðinni.
Og ef þetta er ekki nóg til að valda smá taugatitringi þá má geta þess að þeir sem stefna á mastersnám þurfa að ljúka grunnnáminu með a.m.k. 1. einkunn sem telst vera 7,25+
Kannski maður fái sér bara súkkulaðiköku.
Til að fá námslánið sitt þarf maður að ná 15 einingum á önninni (sem er fullt nám).
Nái maður 80% af þeim, fær maður 80% af láninu.
Nái maður undir 75% fær maður ekkert.
Þar sem lánin eru greidd eftir á lifir námsmaðurinn á fyrirgreiðslu frá bankanum sínum (á okurvöxtum), sem námslánið gengur svo upp í þegar það er greitt út.
Hence: skert námslán - skuld við bankann
Að auki þurfa svo þeir sem búa á Stúdentagörðunum að skila lágmarks einingafjölda á ári til að halda íbúðinni.
Og ef þetta er ekki nóg til að valda smá taugatitringi þá má geta þess að þeir sem stefna á mastersnám þurfa að ljúka grunnnáminu með a.m.k. 1. einkunn sem telst vera 7,25+
Kannski maður fái sér bara súkkulaðiköku.
fimmtudagur, maí 08, 2008
2/4
Mygluð og mosavaxin af langri setu á Landsbókasafninu. Held mér á lífi með ræktinni og einni viðrun á dag sem felst í því að rölta út í Hámu í hádeginu og kaupa mér sushi. Eins gott að það er bara vika eftir, annars færi ég á hausinn af sushi áti.
Tvö próf búin, gekk sæmilega og vel. Tvö eftir, það næsta (á laugardag) sérstaklega kvíðvænlegt.
Heilanum mínum dettur ekkert fleira í hug til að segja ykkur, nema kannski það snúi að lögum um Alþýðutryggingar frá 1936 eða aðferðafræði félagsvísinda.
Læt hér lokið útsendingu úr Landsbókasafni-Þjóðarbókhlöðu.
Over and out
Mygluð og mosavaxin af langri setu á Landsbókasafninu. Held mér á lífi með ræktinni og einni viðrun á dag sem felst í því að rölta út í Hámu í hádeginu og kaupa mér sushi. Eins gott að það er bara vika eftir, annars færi ég á hausinn af sushi áti.
Tvö próf búin, gekk sæmilega og vel. Tvö eftir, það næsta (á laugardag) sérstaklega kvíðvænlegt.
Heilanum mínum dettur ekkert fleira í hug til að segja ykkur, nema kannski það snúi að lögum um Alþýðutryggingar frá 1936 eða aðferðafræði félagsvísinda.
Læt hér lokið útsendingu úr Landsbókasafni-Þjóðarbókhlöðu.
Over and out