Af hverju prófstress?
Til að fá námslánið sitt þarf maður að ná 15 einingum á önninni (sem er fullt nám).
Nái maður 80% af þeim, fær maður 80% af láninu.
Nái maður undir 75% fær maður ekkert.
Þar sem lánin eru greidd eftir á lifir námsmaðurinn á fyrirgreiðslu frá bankanum sínum (á okurvöxtum), sem námslánið gengur svo upp í þegar það er greitt út.
Hence: skert námslán - skuld við bankann
Að auki þurfa svo þeir sem búa á Stúdentagörðunum að skila lágmarks einingafjölda á ári til að halda íbúðinni.
Og ef þetta er ekki nóg til að valda smá taugatitringi þá má geta þess að þeir sem stefna á mastersnám þurfa að ljúka grunnnáminu með a.m.k. 1. einkunn sem telst vera 7,25+
Kannski maður fái sér bara súkkulaðiköku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli