miðvikudagur, maí 14, 2008

Aaahhhhhh!

Síðasta prófið var tekið með stæl í morgun og gekk bara glimrandi. Nú bíður maður bara spenntur eftir einkunnunum :)

Er eiginlega ekki ennþá farin að fatta að þessi törn sé búin og ég þurfi ekki að hugsa meira um skóla næstu fjóra mánuðina eða svo.

Ekki skemmdi þetta yndislega veður fyrir heldur, allt í einu er allt orðið grænt, sólin skín og hingað inn þvældist hunangsfluga á stærð við sebrahest.

Held ég kíki hjólarúnt í kvöld og svo tekur vinnan við á morgun með FRÍ um helgar! :D

Gleðilegt sumar!

1 ummæli:

Sandra sagði...

Gleðilegt sumar!!! :D