laugardagur, maí 22, 2004

Kúkað á náttúrulegan hátt

Það er engin spurning, menningarheimur okkar hefur í gegnum árin bælt niður eðlishvötina og fært okkur lengra og lengra frá öllu því sem getur kallast náttúrulegt. Þessvegna ættu allir að fá sér svona, og komast þannig aftur í snertingu við sitt náttúrulega eðli.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Áfram Ísland...!

Mig langar bara til að óska öllum Íslendingum til hamingju með 19. sætið í Júróvisjón. Við áttum þetta svo sannarlega skilið!! (Langar til að koma með ábendingu sem gæti virkað til að koma okkur ENN hærra; prófa að senda gott lag næst...!)

laugardagur, maí 15, 2004

Er Davíð slut?

Þetta fjölmiðlafrumvarp er orðið með því skemmtilegasta sem maður les um þessa dagana. Þetta er ansi heitt mál og fólk lætur ýmislegt út úr sér í hita umræðunnar. Þetta sagði Steingrímur J. á Alþingi, þegar Davíð var 'vant við látinn', en Steingrímur hafði augljóslega nokkrar spurningar í pokahorninu fyrir hann;

"Ég hlýt að líta svo á, herra forseti, af því að hæstvirtur forsætisráðherra getur ekki haft nein lögmæt forföll - bráðfrískur maðurinn á vappi hérna kringum salinn áðan - hann getur ekki haft nein önnur forföll, nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.
Ég hlýt að líta svo, og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig
,"

Þeir geta nú verið úrvals skemmtikraftar, þó þeir séu ekki til margs annars brúklegir þessar elskur ;)

föstudagur, maí 14, 2004

Whadda?

Þessi ótrúlega furðulega frétt birtist á mbl í morgun. Ég varð að lesa hana þrisvar (til að leita að sjálfri fréttinni). Hvað eru moggamenn að pæla? Það er augljóslega verið að reyna að koma einhverju af stað, eða hvað?

fimmtudagur, maí 13, 2004

Hibb-ibb-ibb... barbabrella!

Mystery
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég held ég fái mér bara súkkulaði...

Einn af kúnnum dagsins hjá Bangz var kona, kannski svona um fertugt, augljóslega illa haldin af anorexíu. Mikið rosalega er þetta óhugnarlegur sjúkdómur. Hún var í svona hálfsíðum buxum og tannstönglafótleggir stóðu niður úr skálmunum. Svo var hún í ermalausum bol, með girt ofaní buxurnar og ég hefði örugglega náð utan um mittið á henni með höndunum, utanyfir fötin! Rifbeinin sköguðu út og handleggirnir virtust einhvernvegin allt of langir, og sömuleiðis fingurnir. Sinaber, og augljóslega þjáð af vökvaskorti því húðin krumpaðist öll um ökklana og úlnliðina. Úff! Ofaná allt var hún kaffibrún, nýkomin frá Kúbu og var að kaupa sér ljósakort. Óhamingjan skein úr anditinu á þessari vesalings konu.

Og hugsa sér... allt þetta gera þær til að líta vel út, en enda svo svona :(

sunnudagur, maí 02, 2004

Aahhhh...

Jæja, þá er síðasta kvöldvaktin, og jafnframt síðasta laugardagsvaktin búin! Við tekur 9-5 vinna, mánudaga til föstudags. Ég semsagt gafst endanlega upp á vaktavinnunni, en hey, ég reyndi allavega. Það að hafa bara einn dag með familíunni (sunnudag), sem oftast fór í þrif og annað hvort eð var, var bara ekki alveg að ganga upp. Og að hlusta á; þarftu eeeendilega að fara að vinna... á hverjum laugardegi var ekkert gaman heldur. Svo ég sagði hingað og ekki lengra, get ekki meir, stend ekki í þessu! Mig vantar 9-5 vinnu og frí um helgar. Nema hvað, bossinn sem var í krísu þar sem það er nú þegar mannekla á stofunni, sagði að ég fengi þá bara þær vaktir sem ég vildi (eftir að hafa reynt að tala mig inná að vinna allavega einhverja laugardaga... nei takk!). Svo ég er líklega eini klipparinn í heiminum sem vinn frá 9-5 mán-fös.

Mikið er ég fegin að ég tók ekki hjúkkuna á sínum tíma... ég gæti sko aldrei, ALDREI unnið slíkar vaktir (tek ofan hattinn fyrir ykkur hjúkkum).

Nú verða kvöldin og helgarnar sko notuð til að njóta sumarsins, sem er loksins komið!