sunnudagur, maí 02, 2004

Aahhhh...

Jæja, þá er síðasta kvöldvaktin, og jafnframt síðasta laugardagsvaktin búin! Við tekur 9-5 vinna, mánudaga til föstudags. Ég semsagt gafst endanlega upp á vaktavinnunni, en hey, ég reyndi allavega. Það að hafa bara einn dag með familíunni (sunnudag), sem oftast fór í þrif og annað hvort eð var, var bara ekki alveg að ganga upp. Og að hlusta á; þarftu eeeendilega að fara að vinna... á hverjum laugardegi var ekkert gaman heldur. Svo ég sagði hingað og ekki lengra, get ekki meir, stend ekki í þessu! Mig vantar 9-5 vinnu og frí um helgar. Nema hvað, bossinn sem var í krísu þar sem það er nú þegar mannekla á stofunni, sagði að ég fengi þá bara þær vaktir sem ég vildi (eftir að hafa reynt að tala mig inná að vinna allavega einhverja laugardaga... nei takk!). Svo ég er líklega eini klipparinn í heiminum sem vinn frá 9-5 mán-fös.

Mikið er ég fegin að ég tók ekki hjúkkuna á sínum tíma... ég gæti sko aldrei, ALDREI unnið slíkar vaktir (tek ofan hattinn fyrir ykkur hjúkkum).

Nú verða kvöldin og helgarnar sko notuð til að njóta sumarsins, sem er loksins komið!

Engin ummæli: