fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég held ég fái mér bara súkkulaði...

Einn af kúnnum dagsins hjá Bangz var kona, kannski svona um fertugt, augljóslega illa haldin af anorexíu. Mikið rosalega er þetta óhugnarlegur sjúkdómur. Hún var í svona hálfsíðum buxum og tannstönglafótleggir stóðu niður úr skálmunum. Svo var hún í ermalausum bol, með girt ofaní buxurnar og ég hefði örugglega náð utan um mittið á henni með höndunum, utanyfir fötin! Rifbeinin sköguðu út og handleggirnir virtust einhvernvegin allt of langir, og sömuleiðis fingurnir. Sinaber, og augljóslega þjáð af vökvaskorti því húðin krumpaðist öll um ökklana og úlnliðina. Úff! Ofaná allt var hún kaffibrún, nýkomin frá Kúbu og var að kaupa sér ljósakort. Óhamingjan skein úr anditinu á þessari vesalings konu.

Og hugsa sér... allt þetta gera þær til að líta vel út, en enda svo svona :(

Engin ummæli: