Grænn?
Ég er búin að kaupa bíl. Forláta (þó ekki forljóta) Toyota Corolla '96. Er barasta mjög sátt við farskjótann, en Júlía var ekki alveg nógu hrifin af litnum;
"Var ekki til bleikur?"
"-Neeei"
"En fjólublár?"
"-Nei, ekki heldur"
"Rauður?"
"-Nebb"
"Hey, ég veit... við málum hann bara bleikan!"
Og þar með var það útkljáð. Svo keypti ég bleika sköfu svona til að bæta þetta aðeins upp, og ég held að það hafi dugað. Allavega er hún ekki farin að suða um að kaupa málningu ennþá.
Nú vantar mig bara vinnu til að eiga nú fyrir bensíni á kaggann. Ef einhver á svoleiðis handa mér (vinnu þ.e.) þá má sá hinn sami hafa samband...
miðvikudagur, október 13, 2004
Halló Ísland!
Já, við erum sumsé lentar og vel það. Ísland tók á móti okkur með hífandi roki, sem var nú bara hressandi eftir niðursoðið dósaloft í boði æslander.
Þessi vika hefur annars liðið hratt. Júlía byrjaði eiginlega strax á leikskólanum. Hún átti að fá viku í aðlögun, en eftir tvo daga sögðu þær að hún mætti bara byrja alveg... það mætti halda að hún hafi aldrei annars staðar verið og finnst þetta bara æðislega gaman!
Svo var náttúrulega farið í sveitina þar sem Júlíu varð að ósk sinni um að fá rigningu (var sko nýbúin að kaupa sér pollagalla og stígvéli ;)
Svo þar var hoppað í pollum af hjartans list... fundum meira að segja nokkrar kvígur til að klappa og vorum alveg í þvílíkum fíling!
Svo er maður bara að bíða eftir því að fá vinnu og bíl og að lokum húsnæði, og dísus kræst hvað ég hlakka til þegar þetta þrennt verður í höfn. Það er eitt að þurfa að búa inni á öðrum með sitt hafurtask, en þegar þessir sömu 'aðrir' eru komnir á áttræðisaldur (með fullri virðingu) og þar af leiðandi á allt annari bylgjulengd en maður sjálfur;
Jújú, gufan er ágæt... -og allt annað er helvítis bítlagarg...
Neinei, það þarf ekkert að nota uppþvottalög... -þó það hafi verið spikfeit lúða í matinn...
Pasta er ekki matur... -maður getur alveg eins étið pappakassa!
Jújú, það er allt í lagi með þennan fisk sem er búinn að sitja á diski í ísskápnum í fimm daga... -með engu plasti...
Ha, er sjónvapið hátt stillt? ...og ekkert í því??
Hvað segirðu, var þessi sulta í ísskápnum áður en þið fluttuð út?...
þá verður þetta doldið erfitt stundum!
En þá er um að gera að vera bjartsýnn, þetta hefst allt með smá þolinmæði erþaki?
P.s. ef einhver lumar á afgangs þolinmæði, viljiði plís láta mig vita!
Já, við erum sumsé lentar og vel það. Ísland tók á móti okkur með hífandi roki, sem var nú bara hressandi eftir niðursoðið dósaloft í boði æslander.
Þessi vika hefur annars liðið hratt. Júlía byrjaði eiginlega strax á leikskólanum. Hún átti að fá viku í aðlögun, en eftir tvo daga sögðu þær að hún mætti bara byrja alveg... það mætti halda að hún hafi aldrei annars staðar verið og finnst þetta bara æðislega gaman!
Svo var náttúrulega farið í sveitina þar sem Júlíu varð að ósk sinni um að fá rigningu (var sko nýbúin að kaupa sér pollagalla og stígvéli ;)
Svo þar var hoppað í pollum af hjartans list... fundum meira að segja nokkrar kvígur til að klappa og vorum alveg í þvílíkum fíling!
Svo er maður bara að bíða eftir því að fá vinnu og bíl og að lokum húsnæði, og dísus kræst hvað ég hlakka til þegar þetta þrennt verður í höfn. Það er eitt að þurfa að búa inni á öðrum með sitt hafurtask, en þegar þessir sömu 'aðrir' eru komnir á áttræðisaldur (með fullri virðingu) og þar af leiðandi á allt annari bylgjulengd en maður sjálfur;
Jújú, gufan er ágæt... -og allt annað er helvítis bítlagarg...
Neinei, það þarf ekkert að nota uppþvottalög... -þó það hafi verið spikfeit lúða í matinn...
Pasta er ekki matur... -maður getur alveg eins étið pappakassa!
Jújú, það er allt í lagi með þennan fisk sem er búinn að sitja á diski í ísskápnum í fimm daga... -með engu plasti...
Ha, er sjónvapið hátt stillt? ...og ekkert í því??
Hvað segirðu, var þessi sulta í ísskápnum áður en þið fluttuð út?...
þá verður þetta doldið erfitt stundum!
En þá er um að gera að vera bjartsýnn, þetta hefst allt með smá þolinmæði erþaki?
P.s. ef einhver lumar á afgangs þolinmæði, viljiði plís láta mig vita!
mánudagur, október 04, 2004
Bæjó Canada!
Jæja, þá er komið að því sem ekki verður umflúið lengur. Ég og Júlía erum á leiðinni til Íslands með one way ticket. Búin að vera að hringla með þetta í marga mánuði, ákveða dagsetningar og hætta við. En nú er sumsé búið að taka ákvörðun og verður ekki hringlað meira með það.
Erna og Selma verða áfram úti í einhvern tíma, enda kennaraverkfall á Íslandi og svo þarf ég að redda mér vinnu og svona áður en þær koma. Júlía er búin að fá leikskólapláss svo nú vantar mig bara vinnu og bíl (einhver? :)
Eníveis, þá verð ég í takmörkuðu tölvusambandi til að byrja með (foreldrarnir ekki alveg nógu vel update-uð í tæknimálum) En ég á örugglega eftir að verða voða dugleg að heimsækja þá sem eru með nettengingu...
Það er eins gott að þessi fáist á Íslandi
Jæja, þá er komið að því sem ekki verður umflúið lengur. Ég og Júlía erum á leiðinni til Íslands með one way ticket. Búin að vera að hringla með þetta í marga mánuði, ákveða dagsetningar og hætta við. En nú er sumsé búið að taka ákvörðun og verður ekki hringlað meira með það.
Erna og Selma verða áfram úti í einhvern tíma, enda kennaraverkfall á Íslandi og svo þarf ég að redda mér vinnu og svona áður en þær koma. Júlía er búin að fá leikskólapláss svo nú vantar mig bara vinnu og bíl (einhver? :)
Eníveis, þá verð ég í takmörkuðu tölvusambandi til að byrja með (foreldrarnir ekki alveg nógu vel update-uð í tæknimálum) En ég á örugglega eftir að verða voða dugleg að heimsækja þá sem eru með nettengingu...
Það er eins gott að þessi fáist á Íslandi