Bæjó Canada!
Jæja, þá er komið að því sem ekki verður umflúið lengur. Ég og Júlía erum á leiðinni til Íslands með one way ticket. Búin að vera að hringla með þetta í marga mánuði, ákveða dagsetningar og hætta við. En nú er sumsé búið að taka ákvörðun og verður ekki hringlað meira með það.
Erna og Selma verða áfram úti í einhvern tíma, enda kennaraverkfall á Íslandi og svo þarf ég að redda mér vinnu og svona áður en þær koma. Júlía er búin að fá leikskólapláss svo nú vantar mig bara vinnu og bíl (einhver? :)
Eníveis, þá verð ég í takmörkuðu tölvusambandi til að byrja með (foreldrarnir ekki alveg nógu vel update-uð í tæknimálum) En ég á örugglega eftir að verða voða dugleg að heimsækja þá sem eru með nettengingu...
Það er eins gott að þessi fáist á Íslandi
2 ummæli:
Jei!! Hvenær komið þið?? Þú ert velkomin í heimsókn hvenær sem þú þarft að komast á netið ;) Eru foreldrarnir ekki ennþá hérna í vesturbænum? Þá er þetta bara steinskast í burtu.
Veit ekki med Bovinity Divinity en Chocolate Cookie Dough er til hér og það nægir mér og gellunni amk. Veit ekki með þá sem hafa haft ótakmarkað aðgengi að allskyns gúmmellaði í úgglöndunum...
Skrifa ummæli