föstudagur, október 22, 2004

Grænn?

Ég er búin að kaupa bíl. Forláta (þó ekki forljóta) Toyota Corolla '96. Er barasta mjög sátt við farskjótann, en Júlía var ekki alveg nógu hrifin af litnum;

"Var ekki til bleikur?"
"-Neeei"
"En fjólublár?"
"-Nei, ekki heldur"
"Rauður?"
"-Nebb"
"Hey, ég veit... við málum hann bara bleikan!"

Og þar með var það útkljáð. Svo keypti ég bleika sköfu svona til að bæta þetta aðeins upp, og ég held að það hafi dugað. Allavega er hún ekki farin að suða um að kaupa málningu ennþá.

Nú vantar mig bara vinnu til að eiga nú fyrir bensíni á kaggann. Ef einhver á svoleiðis handa mér (vinnu þ.e.) þá má sá hinn sami hafa samband...


4 ummæli:

Lilja sagði...

LOL, er þetta ekki týpískt fyrir svona litlar gellur, híhí. En til hamingju með kaggann ;)

Asdis sagði...

Til hamingju með kaggann. Júlía verður bara að sætta sig við að ekki er alltaf hægt að kaupa allt bleikt ;)

eva sagði...

Takk, takk! Ég held hún sé nú alveg búin að sætta sig við græna litinn ;)
Gurrý, hárgreiðslunámið er bara ár úti en þrjú hér og auk þess þarf maður sveinspróf, svo ég yrði að fara aftur í skóla til að geta starfað við það hér. Skóli er ekki alveg á dagskránni á næstunni, en svo sér maður bara til seinna meir þegar maður er búinn að koma sér fyrir og svona.

Kolbrún sagði...

Til hamingju með bílinn. Hlakka til að hitta þig á Re-unioni ;)