fimmtudagur, mars 17, 2005

This better be the last of it

Hvaða ógeðs skítaveður er þetta? Ég ætla að ganga út frá því sem vísu að hér sé páskahretið á ferð, fullsnemma og þessvegna eins gott að veðurguðinn hagi sér skikkanlega þegar það er gengið yfir.

Búin að kaupa páskaegg (eiginlega fyrir löngu). Þau bíða hér í kassa uppi í skáp og hía á okkur í hvert sinn sem við nálgumst. En við látum sko ekki bugast því við erum sterkar! Rosalega sterkar! (garg... 10 dagar í viðbót)

Ég veit allavega að ég ætla EKKI að fá mér svona:


Páskaegg með Jesú? Posted by Hello

3 ummæli:

Asdis sagði...

LOL Páskaegg með Jesú *og* Davíðsstjörnunni!!!???!!! Hvað ætli sagan á bak við þessa útgáfu sé? LOL

Vonandi verður þú ennþá með vinnu þegar "vesenið" er búið... :)

Kolbrún sagði...

Ríseggið ER ógeðslega gott, fékk smakk í Nóatúni um daginn...

eva sagði...

Híhí, ég keypti svoleiðis áðan. Við Selma ætlum að smjatta það yfir spólu í kvöld :)