Íslendingar eru klikk
Víða hefur maður nú orðið var við þessa celeb dýrkun (fræga fólks dýrkun) en hvergi eins og hér. Sem er út af fyrir sig fyndið því ekki þarf fólk nú að vinna sér mikið til frægðar til að vera orðið celeb á Íslandi. Nema hvað...
Nú er sumsé að byrja í útvarpinu þáttur með útvarpskonu sem er að byrja aftur eftir langt hlé (og ég sem var svo fegin þegar hún hætti). Þátturinn er sendur út einu sinni í viku og ef ég er ekki að misskilja eitthvað mun þessi kona velja eitt íslenskt celeb í hverjum þætti. Þetta sama celeb á svo að búa til lista yfir þá tíu Íslendinga sem honum/henni þykja merkilegastir.
Jæja. Þegar öll celebin hafa valið sinn lista, fær sauðsvartur almúginn allrar náðarsamlegast að velja hvert þessara celeba fær að bjóða öllum tíu manneskjunum á sínum lista... í matarboð.
Og það er allt og sumt.
Jæja, eruð þið ekki orðin spennt yfir að fá að taka þátt í valinu? Allir að pissa í sig bara, erþakki?
Það sorglegasta við þetta er að það er fullt af fólki sem fylgist spennt með og tekur þátt.
Greyin.
3 ummæli:
Hehehe jú, þetta er auðvitað alveg snilldar hugmynd hjá henni þarna Valentínu ;) Ég passa mig á að hlusta ekki á sunnudagsmorgnum.
Ég hugsaði einmitt það sama. Mætti svo í ræktina í morgun og hvaða stöð heldurðu að hafi verið á?!!
Og varstu ekki ROSALEGA mótiveituð að hlusta á Valentínu í ræktinni?? :-O Ég kveikti ekki á útvarpinu fyrr en í bílnum einhvern tíman seinni partinn... svona til að hlusta á sumarlög með rúðurnar niðri... ógeðslega leim mamma á stationinum sínum ;-)
Skrifa ummæli