föstudagur, júní 24, 2005

Hlaupi-hlaup

Tók í fyrsta skipti í gær þátt í hlaupi. Hef reyndar farið í svona 'skemmtiskokk' áður með skjólstæðinga af Kópavogshæli, en þetta var svona alvöru. Þetta var semsagt Miðnætur-Jónsmessuhlaup sem ég frétti af í gær og eins og flestar mínar ákvarðanir, varð þessi til í skyndi (á um það bil .4 sekúntum)... og ég skráði mig í 10km hlaup. Eftir skráninguna byrjaði nagið; hvað er ég nú búin að koma mér í? Hef ekki hlaupið þessa vegalengd í næstum því ár, þó ég hafi auðvitað verið að hlaupa styttri vegalengdir síðan. En þetta gekk bara vel og markinu var náð á 53 mínútum.

Powerade var styrktaraðili hlaupsins og voru drykkjarstöðvar í hringnum þar sem fólk útdeildi glösum til hlauparanna. Þá greip maður glasið á hlaupunum, sötraði innihaldið í sig án þess að stoppa og hélt svo áfram. Nema hvað. Ég var auðvitað í mínum hvíta galla í hlaupinu. Powerade drykkurinn var himinblár. Hafið þið einhvern tímann reynt að drekka úr fullu pappaglasi á hlaupum? Need I say more?

Nú á ég medalíu og bládoppóttan hlaupagalla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha góður, mikið djö... ertu dugleg. kv. Jóhanna