sunnudagur, júní 26, 2005

Letihelgi dauðans

Sváfum allar út bæði í gær og í morgun. Ég var reyndar búin að gefa sjálfri mér leyfi fyrirfram að vera löt þessa helgi, en það hefur nú samt ekki tekist alveg án samviskubits.

Skrapp í gær á Rauðalækinn að klippa litla frænda, sem er að fara á Hróarskeldu í dag. Tveir af vinunum ætluðu að raka sig sköllótta með því skilyrði að frændi fengi sér hanakamb (mohawk). Ég fékk sumsé þann heiður að fá að klippa kambinn og skemmti mér konunglega. Systa var sem betur fer ekki heima, enda líklega betra fyrir mig að vera fjarri góðu gamni þegar hún sér soninn svona útleikinn.

Hann er núna í stíl við persalæðuna á heimilinu sem einnig var nýklippt. Alla jafna er hún ekkert nema hárið. Nú var búið að raka allan líkamann og lappirnar, fyrir utan loppurnar, hausinn og skottið! Ég held ég verði að reyna að ná í mynd af henni til að setja hingað inn (Sandra?).

Tvær vikur í Kanödu. Það verður skrýtið að koma heim eftir níu mánaða fjarveru. Mjög skrýtið.

Jæja. Nú er það Bónus. Ræktin. Júlla í afmæli. No more lazybum-ing.



... Posted by Hello

1 ummæli:

Sandra sagði...

Fröken Embla Dúna myndi aldrei fyrirgefa mér ef ég myndi setja myndir af henni á netið - kött með jafn sært stolt er erfitt að finna... En hér er hægt að fá einhverja hugmynd um ástandið.....