Einhvern daginn skrifa ég bók
Sviðið: Hagkaup, Kringlunni.
Fyrir framan okkur stendur innkaupakerra sem tilheyrði konu sem þarna var stödd með barn sitt. Innihald kerrunnar; tveir kassar með íspinnum og risastór kassi sem innihélt eitthvað prinsessu-barbie-dót.
Júlía: (Full lotningar) "Mamma, vaaaaaaá! Sjáðu hvað þessi á góða mömmu!"
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Bú!
Það var fyrir 13 árum síðan, uppá dag, að lítill laumufarþegi sem kúrt hafði á haus í maganum á mér í um átta og hálfan mánuð, ákvað að nóg væri komið af dvölinni í vömbinni og tími kominn til að kíkja á 'hinn heiminn'. Þetta hefði nú verið allt gott og blessað ef anginn hefði ekki flýtt sér svo mikið, að mamman vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Útþráin var svo sterk hjá þessu litla kríli að það leit heiminn augum á stofusófanum í lítilli kjallaraíbúð, og varð mamman að gjöra svo vel og taka sjálf á móti þar sem enginn annar var á svæðinu.
Nú er þessi litla vera orðin 13 ára og alveg hætt að bregða mömmu sinni svona. (Held hún hafi fattað að þetta var kannski ekkert rosalega fyndinn hrekkur, þó allt hafi gengið vel). Hún er þó sjálfri sér lík og tekur ennþá mjög sjálfstæðar ákvarðanir þessi elska.
Til hamingju með afmælið Selma mín :)
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Rock on!
Við stelpurnar erum búnar að fá fyrstu jólagjöfina. Gamla settið gaf okkur hvorki meira né minna en útvarp, og það sem meira er, geislaspilara í bílinn!
Nú er eina vandamálið það að allir (nema sumir) geisladiskarnir okkar eru lokaðir ofaní pappakassa. Það væri nú kannski ekki svo erfitt mál að eiga við ef pappakassinn væri ekki staddur í annarri heimsálfu.
Að auki er þessi spilari auðvitað splunkunýr svo nú er spurning hvort maður þurfi ekki að fá sér flottari bíl í stíl. Og ef maður fer að skipta um bíl, þá nottla fær maður sér jeppa fyrst maður er að þessu á annað borð, erþakki? (Hann færi örugglega vel við þennan hérna fyrir ofan?)
Burtséð frá því þá á þetta allavega eftir að stytta leiðina í Kjósina til muna, þar sem útvarpið dettur vanalega út í Hvalfirðinum. Nú verður sko rokkað alla leiðina upp í bústað! Yeyeeah!!
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Jahá
Your Birthdate: July 11 |
Spiritual and thoughtful, you tend to take a step back from the world. You're very sensitive to what's going on around you, yet you remain calm. Although you are brilliant, it may take you a while to find your niche. Your creativity is supreme, but it sometimes makes it hard for you to get things done. Your strength: Your inner peace Your weakness: You get stuck in the clouds Your power color: Emerald Your power symbol: Leaf Your power month: November |