þriðjudagur, nóvember 15, 2005


Rock on!

Við stelpurnar erum búnar að fá fyrstu jólagjöfina. Gamla settið gaf okkur hvorki meira né minna en útvarp, og það sem meira er, geislaspilara í bílinn!

Nú er eina vandamálið það að allir (nema sumir) geisladiskarnir okkar eru lokaðir ofaní pappakassa. Það væri nú kannski ekki svo erfitt mál að eiga við ef pappakassinn væri ekki staddur í annarri heimsálfu.

Að auki er þessi spilari auðvitað splunkunýr svo nú er spurning hvort maður þurfi ekki að fá sér flottari bíl í stíl. Og ef maður fer að skipta um bíl, þá nottla fær maður sér jeppa fyrst maður er að þessu á annað borð, erþakki? (Hann færi örugglega vel við þennan hérna fyrir ofan?)

Burtséð frá því þá á þetta allavega eftir að stytta leiðina í Kjósina til muna, þar sem útvarpið dettur vanalega út í Hvalfirðinum. Nú verður sko rokkað alla leiðina upp í bústað! Yeyeeah!!

2 ummæli:

Nói sagði...

Metallica í botn!

eva sagði...

Eeeeekki spurning! ;)