laugardagur, mars 18, 2006

Labb

Labbið heldur áfram og í morgun varð Ármannsfellið fyrir valinu. Það er sumsé staðsett á Þingvöllum og telur eitthvað yfir 700 metra af hæsta punkti.

Reyndar bailuðu báðir félagar mínir svo ég fékk að troða mér inn á hinn hópinn sem er líka að æfa sig fyrir sömu ferð.

Við lögðum af stað í svartaþoku, bjartsýn á að henni myndi nú létta. Þegar við komum heim fimm tímum seinna var enn svartaþoka og auk þess farið að rigna.

En labbið var fínt, við fórum upp á topp (auðvitað) og héldum svo áfram og niður hinum megin. Þurftum svo auðvitað að labba hálfan hring í kringum fjallið til að komast að bílnum :)

miðvikudagur, mars 15, 2006


What's happenin'?

Hvað er að gerast?
-ROGER WATERS AÐ GERAST!

Hvar þá?
-Í EGILSHÖLL!

Hvenær?
-12. JÚNÍ!

Og hverjir mæta?
-ÉG!! (...og Erna líka smá)

Újeeeee!

laugardagur, mars 11, 2006


Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir hnjúkar...

Vaknaði til að fara að pissa klukkan eitt í nótt. Varð litið út um gluggann og sá mér til hrellingar að snjó kyngdi niður eins og honum væri borgað fyrir það.

Við labbararnir létum það ekki á okkur fá og héldum af stað klukkan átta í morgun, með stefnuna á Móskarðshnjúkana.

Þetta var fín æfing, allt snævi þakið og útsýnið frábært (þennan stutta tíma sem þokunni létti sko).

Komin heim um hádegið, vel sátt og hlakka til næsta laugar-labbdags :)

Myndir

sunnudagur, mars 05, 2006


Hér sé stuð

Árshátíðin var algjörlega frábær. Maturinn var æði, allir réttirnir sem einn.

Felix Bergsson stóð sig vel sem veislustjóri og svo kom Jóhannes eftirherma og allir grétu úr hlátri.

Þá var komið að upphitunarbandinu - Hundur í óskilum. Af hverju hef ég aldrei heyrt af þessu bandi?! Þessir gaurar eru ótrúlegir! Það lá allur salurinn í gólfinu og fólki var orðið alveg sama hvort Stuðmenn kæmu eða ekki.

Jæja, þeir komu nú samt og voru auðvitað frábærir líka. Andrea Gylfa söng með þeim, sem kom flott út.

Kom heim klukkan fimm og var vöknuð klukkan átta. Þrátt fyrir að hafa byrjað gærdaginn á Esjulabbi og endað hann á dansgólfinu. Maður er náttúrulega ekki alveg eðlilegur.