Hlaupi hlaup
Hálfmaraþonið var lagt á 2:03:33. Get ekki grenjað yfir því, þó ég hafi ætlað að ná þessu undir tveimur tímum. Hef aldrei hlaupið svona langt áður svo núna veit maður nokkurn veginn hvar maður stendur.
Vorum reyndar með sterkan mótvind á ca. 10km kafla, og svo var steikjandi sól. En þetta var rosalega skemmtilegt hlaup og pottþétt ekki það síðasta sem ég tek þátt í. Nú hefur maður líka tíma til að bæta sko :)
Svo koma stelpurnar eldsnemma í fyrramálið. Og þá verður nú kátt í höllinni :D
3 ummæli:
Ég marði Latabæjarmaraþonið, veit reyndar ekki með tímann.
Ógeðslega gaman og brjálæðislega mikið af fólki.
Glaðir stubbar sem hlupu með mér (eða réttara sagt á undan mér)
Latabæjarmaraþonið var bara snilld. Skrýtið að ég sá þig ekki... bara tæplega 10.000 manns að hlaupa! :)
vá frábær tími, við vorum bara eins og fleiri í latabæjarmarþoninu ... ó mæ hvað það var stappað.
Skrifa ummæli