sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ó-Menningarnótt

Kíkti í bæinn í gærkvöldi um áttaleitið. Þá strax var nokkur fjöldi fólks farinn að veltast um í rennisteininum af áfengisdrykkju.

Byrjaði í GuSt á Laugarvegi þar sem tríóið Moskító (sem er hluti hljómsveitarinnar Moskvitsj) var að spila. Ein af þeim var hún Sandra og tóku þær nokkur þjóðlög héðan og þaðan frá Evrópu, á Selló, blokkflautu og rafmagnsgítar. Bara snilld.

Eftir þetta rölti ég niður í portið hjá 'Við Tjörnina'. Þar áttu að spila Fræbblarnir og Megasukk. Ég kom mér fyrir á góðum stað og þar stóð ég og kvaldist við að hlusta á Fræbblana glamra og gelta í svona þrjú korter. Þegar því var lokið var tilkynnt að nú yrði gert þriggja kortera hlé áður en Megasukk kæmu fram.

Svo ég skakklappaðist hálf heyrnarlaus og orðin frekar tæp á geði, aftur út í bíl og skrölti heim.

Þegar þarna var komið sögu var klukkan orðin tíu og drukknu unglingarnir farnir að detta um barnavagnana hjá fjölskyldufólkinu.

Þetta var því frekar skrýtin samsetning og súrrealísk stemmning sem einkenndi þetta kvöld.

Efast um að ég nenni á næsta ári... nema kannski Megasukk spili á UNDAN.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlustaði líka á Fræbblana, en sá þig ekki :(

eva sagði...

Heyrðu mig, ég var alveg fremst í þvögunni :/