sunnudagur, ágúst 06, 2006


Komin heim úr vel heppnuðu ferðalagi. Byrjaði í Veiðivötnum og lágu 8 urriðar og tvær bleikjur í valnum.

Æfði mig með flugustöngina með ágætum árangri... ef frá eru talin skiptin þar sem línan vafðist um hálsinn á mér og flugan kræktist í bakkann fyrir aftan mig.

Eftir veiðitúrinn var flakkað um landið og tjaldað við Langasjó, á Skaftafelli, Skipalæk í Fellabæ, við Mývatn tvær nætur og svo síðustu nóttina í sjálfum Kántríbænum á Skagaströnd. -Og já, gengið á Sveinstind.

Fengum fínt veður allan túrinn, fyrir utan þoku og leiðindi síðustu tvo dagana. Frábær ferð, en mikið verður gott að sofa í rúmi eftir tíu nætur í tjaldi!

-Læt fylgja með mynd af "The Russian Hummer" sem ég rakst á inni í Laugum :)

Engin ummæli: