miðvikudagur, júlí 26, 2006

Munaðarlaus...

Stelpurnar fóru í gær til útlandsins og verða í næstum fjórar vikur. Það var ægilega erfitt að keyra burt frá flugvellinum, en eftir að ég heyrði frá þeim nýlentum og allt hafði gengið súper vel, er þetta bara alltílæ held ég. Ennþá :)

Svo er bara um að gera að halda sér bissí næstu vikurnar. Ætla að byrja á Veiðivötnum og sjá svo til. Er að spá í að fá mér svona til að spjalla við í bílnum á leiðinni.

Hér eru svo nokkrar skemmtilegar túristamyndir fyrir ykkur til að skemmta ykkur yfir á meðan.

2 ummæli:

Nói sagði...

Uppblásni gaurinn er snilld!

Nafnlaus sagði...

úff já það er erfitt að vera barnlaus það er verst fyrst og svo síðast það er rétt áður en þau koma aftur.

mín eru komin aftur eftir að ég hafði ekki séð litla gaurinn í 6 vikur og táninginn í 3 1/2 mánuð ómg... og hún fer aftur.

hafðu það gott, ps. uglan er úti og nú er það bara http://kolbrun.is