miðvikudagur, júlí 12, 2006

Hvað var ég nú að koma mér í?

Jæja, þá er geðsjúklingurinn ég búin að skrá mig í hálf-maraþon 19. ágúst. Byrjuð að æfa á fullu og veitir víst ekki af, sér í lagi þar sem sumarfríið mitt kemur þarna inní og verður líklega ekki hlaupið mikið þar.

Össur ætlar að borga 1000 kall á hvern kílómetra sem starfsmenn hlaupa, og rennur ágóðinn til Íþróttafélags fatlaðra.

Ég hef reyndar aldrei tekið þátt í svona löngu hlaupi áður, -bara 10 km. En maður er auðvitað alltaf að hlaupa svo þetta hlýtur að hafast.

Aðal markmiðið verður allavega að ná að klára þetta. Ef ég næ því svo undir tveimur tímum þá verð ég mjög sátt.

2 ummæli:

Nói sagði...

Go Eva!

Nafnlaus sagði...

Dugleg