Maður getur ekki verið heppinn alltaf
Fór með Súkkuna í skoðun. Alltaf smá taugatitringur þegar maður situr á kaffistofuni og horfir á gaurinn þjösnast á henni... skyldi hún sleppa? Skyldi ég þurfa að punga út einhverjum tíuþúsundköllum í nýtt púst? Nýja dempara? *svitn*
Slapp án athugasemda í fyrra en var ekki eins heppin þetta árið. Það er ljóst að ég neyðist til að verlsa nýja peru í annað parkljósið að framan.
Frjáls framlög vel þegin.
1 ummæli:
úffff... finnst þú ættir nú að setja reikningsnúmerið inn fyrir okkur! ég á 211 kr í klinki, norska krónu og fullan bónuspoka af flöskum...!
Skrifa ummæli