sunnudagur, júlí 31, 2005

Here fishy, fishy...

Komin heim, dauðþreytt og veðurbarin. Búin að skola sandinn úr eyrunum og skafa hreystrið undan nöglunum. 5 urriðar og 1 bleikja í valnum. Einn slapp, svona til að hafa þetta aðeins sanngjarnara (fór reyndar með öngulinn með sér, svo greyið á víst ekki miklar lífslíkur).

E-mobile stóð sig ótrúlega vel á hálendinu. Hver sagði svo að maður þyrfti að eiga jeppa? -Og eyddi ekki nema 30 l í öllum túrnum :)

Þurfti að stinga hina af til að ná í stelpurnar á flugvöllinn í fyrramálið. Svo verður grillveisla þegar restin af liðinu kemur heim með aflann!

Ég þurfti reyndar að sitja á mér með að bíta í spriklandi silunginn. Það voru meira að segja til bæði hrísgrjón og soja, en ekkert þang... bara ferskvatnsslý! (bleeeh) Kannski maður taki þang með næst og smá wasabi. Svo má nota njóla fyrir prjóna ;)


Engin ummæli: