miðvikudagur, júlí 27, 2005

Kusuluk

Ég verð víst að éta þetta ofaní mig með heppnina. Heimferðin gekk ekki síður vel en ferðin út. Málmleitarhliðin steinþögðu og enginn virtist hafa neinn áhuga á innihaldinu í töskunum mínum. Fór meira að segja með tjald í gegn án athugasemda, en það er auðvitað bannað að koma með notuð tjöld til landsins. Flaug aftur með nýju breiðþotunni, þvílíkt skrímsli sem hún er. Fylgdist með á tölvuskjá þar sem vélin sneiddi framhjá suðurodda Grænlands og Kulusuk hét Kusuluk og svo suðurmeð Faxaflói Bay!

Á móti mér tók bíllinn nýsmurður, upphækkaður og búinn að fara í alsherjar læknisskoðun. Heima beið svo blokkin nýmáluð og fín. Maður verður greinilega að fara oftar í frí.

Framundan, Veiðivötn með tilheyrandi rigningarspá. Vonandi að nýja tjaldið standist íslenska veðráttu. Aflatölur birtar seinna... eða ekki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim