sunnudagur, nóvember 20, 2005


Bú!

Það var fyrir 13 árum síðan, uppá dag, að lítill laumufarþegi sem kúrt hafði á haus í maganum á mér í um átta og hálfan mánuð, ákvað að nóg væri komið af dvölinni í vömbinni og tími kominn til að kíkja á 'hinn heiminn'. Þetta hefði nú verið allt gott og blessað ef anginn hefði ekki flýtt sér svo mikið, að mamman vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Útþráin var svo sterk hjá þessu litla kríli að það leit heiminn augum á stofusófanum í lítilli kjallaraíbúð, og varð mamman að gjöra svo vel og taka sjálf á móti þar sem enginn annar var á svæðinu.

Nú er þessi litla vera orðin 13 ára og alveg hætt að bregða mömmu sinni svona. (Held hún hafi fattað að þetta var kannski ekkert rosalega fyndinn hrekkur, þó allt hafi gengið vel). Hún er þó sjálfri sér lík og tekur ennþá mjög sjálfstæðar ákvarðanir þessi elska.

Til hamingju með afmælið Selma mín :)

4 ummæli:

Asdis sagði...

Til hamingju með Selmuna :-) Getur það verið að það séu 13 ár síðan ??? :-O Ég man enn hvað Erna Sif var hrifin af mér og leyfði mér að snýta sér.. hehehe

eva sagði...

Hahaha! Já, ég man þetta eins og það hefði verið bara í hitteðfyrra :)

Sandra sagði...

Til hamingju með Selmu, ég bið að heilsa henni... Mömmu fölnar enn þegar minnst er á þennan hrekk ;) Held hún muni aldrei jafna sig á sjokkinu...

eva sagði...

Skila því! Já, ég held hún hafi stuðast mun meira en ég blessunin :)