föstudagur, desember 16, 2005
Ég þykist finna fnyk
Það er greinilegt að jólin nálgast hægt en örugglega. Á hverjum degi bætist eitthvað við sætindin og gúmmolaðið í vinnunni. Fleiri smákökur, kökur, og nú síðast í dag; konfektið!
Alveg týpískt reyndar, loksins þegar það kom þá langaði mig ekkert í það. En ég er viss um að súkkulaði-át-genið á eftir að kikka inn í næstu viku.
Samhliða meira áti er svo meiri tíma eytt í ræktinni, svo að allar karólínurnar fari nú ekki að láta fara of vel um sig.
Nú er ég að reyna að peppa mig upp í að smakka skötu á Þorláksmessu. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann borðað skötu, og finnst hún svo sannarlega ekki girnileg! En, hey... verður maður ekki að vera með?
Sjáum til hvernig gengur :)
3 ummæli:
Ég vona þá að þú ferð heim til enhvers annars...!
:D
Hahahaha...
Smakkaðu allavega, það er ágætt að stappa skötunni saman við eina kartöflu eða svo. Hún er alls ekkert vond á bragðið en fnykurinn getur verið ansi sterkur.
Skrifa ummæli