miðvikudagur, desember 07, 2005


Hvar er konfektið?!!

Það er ekki laust við að jólaandinn sé farinn að læðast yfir mann, enda kannski ekki furða. Meira að segja búin að fara upp í sveit og skjóta jólatré handa okkur.

Ég er samt ennþá að bíða eftir öllu konfektinu sem búið var að ljúga að mér að flyti um allar jarðir í vinnunni í desember. Finnst ég illa svikin og eins gott að þeir í efri hæðum fari að hugsa sinn gang og bæta úr þessu hið fyrsta.

Ég vil annars nota tækifærið og minna ykkur á að þenja taugarnar ekki of mikið núna næstu daga. Ef einhver er með áhyggjur og finnst hann vera að falla á tíma, þá getur sá hinn sami huggað sig við þá staðreynd að ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf!

Samt ekkert stressuð... þetta reddast alltaf, erþakki? :)

3 ummæli:

Asdis sagði...

Já, það er ágætt að vera búin með eitthvað, þó það sé ekki allt. Ég á bara eftir að finna 2 gjafir sjálf en hef ekkert getað eytt tíma í að baka eða raða húsgögnunum í nýju stofunni eða þurrkað af eða skreytt eða...

Þetta reddast alltaf. Hakuna matata!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ er á bloggrúnti svona á sunnudegi langaði að senda þér smá jólaknús. úff þú verður að drífa þig! Annars hefur alltaf reynst mér best að skrifa allt á lista og kaupa svo all í einni ferð ...flott allt búið ... góð !

Jólaknús hér frá Danmörku
Halldóra Esbjerg

Nafnlaus sagði...

Stundum er ég nú hálf fegin að losna undan þessu jólastressi ;) en ég væri nú alveg til í að narta í smá Nóa konfekt, kveðja, Gurrý