miðvikudagur, desember 21, 2005
Jæjjjjja...
Búin að kaupa alla pakkana og pakka þeim inn. Búin að kaupa jólamatinn. Gleymdi sýrða rjómanum í salatið. Eftir að kaupa rauðvín með matnum (og í sósuna).
Jólatréð úrskurðað látið, enda hrynur af því ef maður svo mikið sem hugsar um það, hvað þá að maður þori að gjóa augunum til þess. Það var virkilega gaman að fara út í sveit og velja tré sjálfur, saga það niður og fara með heim. Ég vona líka að stelpurnar hafi fengið mikið út úr því... svo mikið að það endist þeim það sem eftir er því þetta verður ekki gert aftur. (Nema boðið verði upp á eitthvað annað en rauðgreni)
Búin að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa alla vikuna, en svikið það jafnharðan. Sofið illa að auki og ekki laust við að þetta sé farið að bitna á heilabúinu (sem mátti nú varla við því).
Spurning um að hætta bara að hugsa um allt ofantalið og kaupa þeim mun meira rauðvín (í sósuna sko) og slaka vel á um jólin! (Er ekki búið að lofa 'rauðum' jólum hvort eð er?)
Nei, ég segi nú bara svona :)
2 ummæli:
Sé að þú ert komin í jólaskapið! Gaman að fylgjast með þessu stússi svona langt í burtu ;) Gleðileg jól og bestu óskir um farsælt komandi ár, kveðja, Gurrý, Amman í Jórdaníu
Gleðileg jól
Skrifa ummæli