sunnudagur, febrúar 26, 2006
Labbi-labb
Gekk á Esjuna í gærmorgun með tveimur vinnufélögum. Veðrið var algjörlega meiriháttar og við náðum upp að vörðu á klukkutíma og korteri.
Við erum að plana labb á Hvannadalshnjúk í maí, ásamt fleiri Össuringum, svo nú á að byrja að æfa sig. Kannski við náum þessu á klukkutíma næsta laugardag.
Myndir hér.
(Reyndar frekar óskýrar, en whattheheck... sönnunargögn engu að síður :)
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
sunnudagur, febrúar 19, 2006
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Má ég eig'ann?
Fékk símtal frá Ernu í gærkveldi þar sem hún var úti með vinkonu sinni:
"Mamma, hverjar eru reglurnar með ketti í húsinu hjá okkur?"
Ó, nei! Hugsaði ég og útskýrði að það væri bannað að hafa ketti í fjölbýlishúsum nema fá samþykki allra íbúa og bla bla.
Erna: "Sko, við fundum nefnilega kettling... hann er heimilislaus, grútskítugur og blautur og er búinn að elta okkur heillengi".
Ég spurði hvernig hún vissi að hann væri heimilislaus.
"Bara... sko hann er ekki með neina ól og hann er kaldur og blautur."
Eftir smá samtal sagði ég henni að koma með kisa heim, ég skyldi kíkja á hann. Ekki það að við hefðum getað haldið honum en ef lýsingin var rétt þá mátti hlýja greyinu og fara svo með hann í Kattholt.
Jæja. Smá stund líður. Svo koma Erna og vinkonan heim. Erna heldur á gömlum, feitum fressketti sem greinilega hafði 'hreinkast' eitthvað á leiðinni en var þó dálítið blautur... enda rigning úti. Af atferlinu að dæma átti hann örugglega fínt heimili, var kelinn og vanur að láta hnoðast með sig.
Svo greyið fékk túnfisk og handklæðaþurrkun, fyrst hann var nú kominn innfyrir, og var svo hleypt út, þar sem hann trítlaði saddur heim á leið.
Fékk símtal frá Ernu í gærkveldi þar sem hún var úti með vinkonu sinni:
"Mamma, hverjar eru reglurnar með ketti í húsinu hjá okkur?"
Ó, nei! Hugsaði ég og útskýrði að það væri bannað að hafa ketti í fjölbýlishúsum nema fá samþykki allra íbúa og bla bla.
Erna: "Sko, við fundum nefnilega kettling... hann er heimilislaus, grútskítugur og blautur og er búinn að elta okkur heillengi".
Ég spurði hvernig hún vissi að hann væri heimilislaus.
"Bara... sko hann er ekki með neina ól og hann er kaldur og blautur."
Eftir smá samtal sagði ég henni að koma með kisa heim, ég skyldi kíkja á hann. Ekki það að við hefðum getað haldið honum en ef lýsingin var rétt þá mátti hlýja greyinu og fara svo með hann í Kattholt.
Jæja. Smá stund líður. Svo koma Erna og vinkonan heim. Erna heldur á gömlum, feitum fressketti sem greinilega hafði 'hreinkast' eitthvað á leiðinni en var þó dálítið blautur... enda rigning úti. Af atferlinu að dæma átti hann örugglega fínt heimili, var kelinn og vanur að láta hnoðast með sig.
Svo greyið fékk túnfisk og handklæðaþurrkun, fyrst hann var nú kominn innfyrir, og var svo hleypt út, þar sem hann trítlaði saddur heim á leið.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Lasarus
Ég er heima með Svarthöfða í dag. Allavega hljómar hún eins og Svarthöfði þegar hún andar greyið. Eða svona cross-breed milli hans og snigils, hún er svo kvefuð að það er svona slímrönd á eftir henni hvar sem hún fer.
Var þetta ekki falleg lýsing hjá mér?
Ég nota öll ráð sem ég kann til að láta henni batna, af tómri sjálfselsku þar sem ég veit fátt eins leiðinlegt og að vera föst heima yfir veikum börnum.
(-And the "Mother of the Year Award goes to...")