miðvikudagur, febrúar 01, 2006


Lasarus

Ég er heima með Svarthöfða í dag. Allavega hljómar hún eins og Svarthöfði þegar hún andar greyið. Eða svona cross-breed milli hans og snigils, hún er svo kvefuð að það er svona slímrönd á eftir henni hvar sem hún fer.

Var þetta ekki falleg lýsing hjá mér?

Ég nota öll ráð sem ég kann til að láta henni batna, af tómri sjálfselsku þar sem ég veit fátt eins leiðinlegt og að vera föst heima yfir veikum börnum.

(-And the "Mother of the Year Award goes to...")

1 ummæli:

Nói sagði...

hugljúft