laugardagur, janúar 28, 2006

Og kallinn prumpar svooooona

Ókey, ég er búin að fatta þetta með Júróvisjón. Það er verið að grínast í okkur, þetta er bara brandari. -Framhald á áramótaskaupinu, þetta er svo augljóst núna.

Sáuð þið til dæmis þessa Fanneyju sem kom alla leið frá útlandinu til að breima um hvað hún væri hamingjusöm. Þetta var auðvitað engin Fanney, heldur Bjögvin Franz Gíslason! Spáið í það næst þegar þið sjáið þetta andlit... alveg eins og Björgvin í skaupinu að leika Birgittu Haukdal.

Hitt er svo ennþá augljósara. Ég meina, Geir Ólafsson? HAHAHAHAHAHA! Æ, mér líður svo miklu betur núna að vita að þetta var alltsaman bara djók.

Svo er bara að senda Doktor Gunna í keppnina með Prumpulagið. Þá er þetta fullkomnað.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆÆÆ ég fattaði þetta ekki, en enn og aftur sammmmmmmála............

Asdis sagði...

BWahahahaha já þetta var innilega glatað kvöld núna á laugardaginn. Ekkert lag sem var einu sinni grípandi. Og vá, hvað tannálfurinn hefur verið góður við Jessicu Simpson, nei ég meina Jóhönnu þarna...

Asdis sagði...

hahahaha ég mundi ekki einu sinni að manneskjan heitir Fanney en ekki Jóhanna... vá..

eva sagði...

Hehehe :)