mánudagur, janúar 09, 2006

Den er död

Tölvan dó. Það verður því eitthvað fátæklegt bloggið á næstunni. Annars kom Júlía með umslag til mín um helgina með sjö krónum í, til að hjálpa mér að kaupa nýja tölvu svo vonandi þurfum við ekki að vera lengi tölvulausar ;)

Læt í mér heyra þegar þar að kemur, veriði stillt á meðan.

3 ummæli:

Asdis sagði...

Tölvan okkar dó líka um daginn. Gaf bara upp öndina með látum og sló út rafmagninu í leiðinni. Hún var sem betur fer enn í ábyrgð og spennugjafinn í henni var sendur með sjúkraflugi til útlanda í aðgerð. Hann er kominn heim aftur og líður vel. Vonandi er eitthvað álíka einfalt að þinni tölvu!

Nafnlaus sagði...

slæmt mál en Júlía er samt alveg með það á hreinu hvernig ætti að redda því.... bara dúlló

Nafnlaus sagði...

Það er ekki skemmtileg tilfinning að vera tölvulaus, allavega ekki fyrir tölvusjúklinga eins og mig, fráhvarfseinkennin eru hræðileg! Vonandi reddast þetta fljótlega, samhryggist þér ;) kveðja Gurrý