þriðjudagur, janúar 24, 2006

NEI! NEI! NEI!

Jæja, hver sá Júróvisjon á laugardaginn? Þ.e.a.s. þennan fjórðung laga sem keppa í undankeppninni um hver fær að fara í keppnina fyrir Íslands hönd.

Ó MÆ GOD! -hvað þetta voru ömurleg... fyrirgefiði - ÖMURLEG lög! Eina lagið sem var ókey var þetta með henni Regínu Ósk, eða hvað hún heitir, Idol-stjörnu. Tónarnir sem hún söng voru ómannlegir, og lagið var bara flott.

Öll hin... og þá meina ég ÖLL HIN LÖGIN MEÐ TÖLU hljómuðu eins og þau væru frá dögum 'Gleðibankans'.

Ég trúi varla að tónlistarfólk í dag sendi svona viðurstyggð frá sér. Þetta eru lögin sem láta útvarpstækin fremja sjálfsmorð!

Bjakk! *ptuiii* *ptuiii*

5 ummæli:

Gunnella sagði...

Ohhhh missti af því, og ég sem hafði meir að segja merkt það inn á dagatalið hjá mér ;-) Oh well, virðsit sem ég hafi ekki misst af miklu!

Nafnlaus sagði...

Svo hjartanlega sammála, hefði getað ælt yfir þessu!

Nói sagði...

Ég er sammála. Ég kaus Regínuna og Olgeirsson einnig. Hitt dótið var crap.

Nafnlaus sagði...

Ja hérna enn eitt árið með júróvisjón að byrja, verður gaman að fylgjast með. Til hamingju með að vera nettengd aftur, leiðinlegt að fara blogghringinn án þín :)

Asdis sagði...

Já, ég er engan veginn að skilja flest þessi lög. Fannst þetta með Friðriki Ómari vera algjör týpísk Eurovision uppskrift, lagið eftir Ómar var alveg vá... 1960 eða svo. Og ég reyndar fatta ekki alveg lagið með Regínu, fannst það ferlega skrýtið eitthvað. Kannski venst það, veit ekki alveg. Vona bara að lögin fari skánandi næstu 2 laugardagskvöld svo maður hafi eitthvað almennilegt til að velja úr.