Jeppaferð
Búin að setja inn nokkrar random myndir úr jeppaskreppinu í 'albúm' hérna til hægri.
föstudagur, september 29, 2006
mánudagur, september 18, 2006
:)
Litli óþægðarengillinn minn er sjö ára í dag.
Í tilefni dagsins kemur nýjasta gullkornið, frá í gær:
Við fórum í réttir upp í Mosfellsdal og ég notaði tækifærið til að kenna borgarbarninu mínu eitt og annað sem viðkemur kindum.
Ég: "Sko, kindurnar með hornin eru hyrndar"
Júlía: "Jaaaá"
Ég: "Og þær sem hafa engin horn eru kollóttar"
Júlía: "Nú? Ekki sköllóttar?"
Einn daginn gef ég út bók.
Litli óþægðarengillinn minn er sjö ára í dag.
Í tilefni dagsins kemur nýjasta gullkornið, frá í gær:
Við fórum í réttir upp í Mosfellsdal og ég notaði tækifærið til að kenna borgarbarninu mínu eitt og annað sem viðkemur kindum.
Ég: "Sko, kindurnar með hornin eru hyrndar"
Júlía: "Jaaaá"
Ég: "Og þær sem hafa engin horn eru kollóttar"
Júlía: "Nú? Ekki sköllóttar?"
Einn daginn gef ég út bók.
sunnudagur, september 17, 2006
Jeppa skrepp
Fórum í alveg geggjaða jeppaferð með vinnunni í gær. Söfnuðumst í rúmlega tuttugu bíla og svo var keyrt Syðra-Fjallabak, komið niður Hungurfit austan við Tindfjallajökul og svo Fljótshlíðin til baka. Veðrið var algjörlega meiriháttar allan daginn, ferðin tók um tíu tíma og kvöldsólin fylgdi okkur síðasta spölinn heim.
Súkkan stóð sig ótrúlega vel og tók ár og sprænur léttilega, jafnt sem brattar sandbrekkur og skorninga. Við stelpurnar vorum auðvitað rígmontnar; á minnsta bílnum... og verandi stelpur innan um alla strákana á monster trukkunum sínum, sem sumir voru svo stórir að við hefðum næstum sloppið á milli hjólanna á þeim.
Frábær dagur sem lengir sumarið í annan endann.
Myndir á leiðinni.
Fórum í alveg geggjaða jeppaferð með vinnunni í gær. Söfnuðumst í rúmlega tuttugu bíla og svo var keyrt Syðra-Fjallabak, komið niður Hungurfit austan við Tindfjallajökul og svo Fljótshlíðin til baka. Veðrið var algjörlega meiriháttar allan daginn, ferðin tók um tíu tíma og kvöldsólin fylgdi okkur síðasta spölinn heim.
Súkkan stóð sig ótrúlega vel og tók ár og sprænur léttilega, jafnt sem brattar sandbrekkur og skorninga. Við stelpurnar vorum auðvitað rígmontnar; á minnsta bílnum... og verandi stelpur innan um alla strákana á monster trukkunum sínum, sem sumir voru svo stórir að við hefðum næstum sloppið á milli hjólanna á þeim.
Frábær dagur sem lengir sumarið í annan endann.
Myndir á leiðinni.
mánudagur, september 04, 2006
Doh!
Þessa dagana stendur yfir nýtt prógramm hjá Júlíu, sem felst í því að hún sefur í sínu eigin rúmi en ekki uppí hjá mér. Þetta hefur bara gengið vel, en í gærkvöldi spurði hún mig hvort hún mætti sofa í mínu rúmi.
Ég: "Neeeeei, sofðu bara í þínu rúmi"
Júlía: "En af hverju?"
Ég: "Af því að þú tekur svo mikið pláss í rúminu mínu"
Júlía: "Mamma; hvort viltu pláss eða mig?"
Hún svaf uppí.
Þessa dagana stendur yfir nýtt prógramm hjá Júlíu, sem felst í því að hún sefur í sínu eigin rúmi en ekki uppí hjá mér. Þetta hefur bara gengið vel, en í gærkvöldi spurði hún mig hvort hún mætti sofa í mínu rúmi.
Ég: "Neeeeei, sofðu bara í þínu rúmi"
Júlía: "En af hverju?"
Ég: "Af því að þú tekur svo mikið pláss í rúminu mínu"
Júlía: "Mamma; hvort viltu pláss eða mig?"
Hún svaf uppí.
laugardagur, september 02, 2006
Draugar - humrar og haglabyssur
Gærkvöldið var hin mesta snilld. Ég fór með nokkrum vinnufélögum, ca. 20 manns á leirdúfuskytterí fyrir austan. Fengum tíu skot hvert og svo var dúndrað og puðrað og fagnað mikið þegar dúfurnar splundruðust. Það verða sumsé leirdúfur í jólamatinn á þessum bæ :)
Eftir skothríðina fórum við á draugasetrið á Stokkseyri, þar sem við hlustuðum á gamlar íslenskar draugasögur í viðeigandi umhverfi.
Síðan var haldið í humarveislu á 'Við fjöruborðið' og enginn svikinn af því. Átum þar til við stóðum á blístri og fylltum upp í holurnar með góðu hvítvíni.
Rúsínan í pylsuendanum var svo varðeldur niðri í fjöru í svartamyrkri. Það var blankalogn og hlýtt og auðvitað drukkið, dansað og sungið fram eftir nóttu.
Bara frábær ferð sem gleymist seint, og hefur hér með verið gerð að 'árlegum viðburði'.
Gærkvöldið var hin mesta snilld. Ég fór með nokkrum vinnufélögum, ca. 20 manns á leirdúfuskytterí fyrir austan. Fengum tíu skot hvert og svo var dúndrað og puðrað og fagnað mikið þegar dúfurnar splundruðust. Það verða sumsé leirdúfur í jólamatinn á þessum bæ :)
Eftir skothríðina fórum við á draugasetrið á Stokkseyri, þar sem við hlustuðum á gamlar íslenskar draugasögur í viðeigandi umhverfi.
Síðan var haldið í humarveislu á 'Við fjöruborðið' og enginn svikinn af því. Átum þar til við stóðum á blístri og fylltum upp í holurnar með góðu hvítvíni.
Rúsínan í pylsuendanum var svo varðeldur niðri í fjöru í svartamyrkri. Það var blankalogn og hlýtt og auðvitað drukkið, dansað og sungið fram eftir nóttu.
Bara frábær ferð sem gleymist seint, og hefur hér með verið gerð að 'árlegum viðburði'.