sunnudagur, september 17, 2006

Jeppa skrepp

Fórum í alveg geggjaða jeppaferð með vinnunni í gær. Söfnuðumst í rúmlega tuttugu bíla og svo var keyrt Syðra-Fjallabak, komið niður Hungurfit austan við Tindfjallajökul og svo Fljótshlíðin til baka. Veðrið var algjörlega meiriháttar allan daginn, ferðin tók um tíu tíma og kvöldsólin fylgdi okkur síðasta spölinn heim.

Súkkan stóð sig ótrúlega vel og tók ár og sprænur léttilega, jafnt sem brattar sandbrekkur og skorninga. Við stelpurnar vorum auðvitað rígmontnar; á minnsta bílnum... og verandi stelpur innan um alla strákana á monster trukkunum sínum, sem sumir voru svo stórir að við hefðum næstum sloppið á milli hjólanna á þeim.

Frábær dagur sem lengir sumarið í annan endann.

Myndir á leiðinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með "litlu" stelpuna :)

eva sagði...

Takk, takk... til hamingju með ykkar þarna um daginn :)

Sandra sagði...

oh ég verð alveg græn af öfund, dreymir þessa dagana um ferðir um hálendið...!