mánudagur, september 04, 2006

Doh!

Þessa dagana stendur yfir nýtt prógramm hjá Júlíu, sem felst í því að hún sefur í sínu eigin rúmi en ekki uppí hjá mér. Þetta hefur bara gengið vel, en í gærkvöldi spurði hún mig hvort hún mætti sofa í mínu rúmi.

Ég: "Neeeeei, sofðu bara í þínu rúmi"
Júlía: "En af hverju?"
Ég: "Af því að þú tekur svo mikið pláss í rúminu mínu"
Júlía: "Mamma; hvort viltu pláss eða mig?"

Hún svaf uppí.

3 ummæli:

Sandra sagði...

hún er nú meiri sjarmörinn hún litla frænka mín :)

annars var ég að kíkja á myndirnar þínar og þær eru alveg magnaðar... mér fannst myndin af gamla settinu alveg dásamleg ;)

kossar

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara sætast. En ég er bara að kvitta fyrir forvitnina í mér vonandi líður ykkur vel á klakanum.
kveðja Ásta -Valkyrja í danaveldi

eva sagði...

Já, hún kann sko á þetta litli ormurinn. Það er ekkert verið að væla í manni, bara slengt framaní mann rökum sem maður getur ekkert sagt við :)