laugardagur, september 02, 2006

Draugar - humrar og haglabyssur

Gærkvöldið var hin mesta snilld. Ég fór með nokkrum vinnufélögum, ca. 20 manns á leirdúfuskytterí fyrir austan. Fengum tíu skot hvert og svo var dúndrað og puðrað og fagnað mikið þegar dúfurnar splundruðust. Það verða sumsé leirdúfur í jólamatinn á þessum bæ :)

Eftir skothríðina fórum við á draugasetrið á Stokkseyri, þar sem við hlustuðum á gamlar íslenskar draugasögur í viðeigandi umhverfi.

Síðan var haldið í humarveislu á 'Við fjöruborðið' og enginn svikinn af því. Átum þar til við stóðum á blístri og fylltum upp í holurnar með góðu hvítvíni.

Rúsínan í pylsuendanum var svo varðeldur niðri í fjöru í svartamyrkri. Það var blankalogn og hlýtt og auðvitað drukkið, dansað og sungið fram eftir nóttu.

Bara frábær ferð sem gleymist seint, og hefur hér með verið gerð að 'árlegum viðburði'.

Engin ummæli: