mánudagur, september 18, 2006

:)

Litli óþægðarengillinn minn er sjö ára í dag.

Í tilefni dagsins kemur nýjasta gullkornið, frá í gær:

Við fórum í réttir upp í Mosfellsdal og ég notaði tækifærið til að kenna borgarbarninu mínu eitt og annað sem viðkemur kindum.

Ég: "Sko, kindurnar með hornin eru hyrndar"
Júlía: "Jaaaá"
Ég: "Og þær sem hafa engin horn eru kollóttar"
Júlía: "Nú? Ekki sköllóttar?"

Einn daginn gef ég út bók.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

held að dóttir þín ein og sér geti fyllt gullkornabók...

Óðinn talar alltaf um gróna núna þegar hann er að tala um fullorðna as in grown-ups ;)

ég ætti kannski að panta tíma hjá Siggu þegar ég kem heim í okt... fyrst hún lýgur ekki ... það er svoooo langt síðan ég hef farið til hennar.

Sandra sagði...

til hamingju með litla stóra snillinginn :)