Hiksti - Sönn saga
Strákur og stelpa eru á labbi um kvöld niðri í bæ. Kaupa sér pizzu og smjatta á henni upp úr boxinu.
Þegar þau hafa étið nægju sína, spyrja þau gaur sem þarna var á labbi hvort hann vilji klára pizzuna. Hann hélt það nú og þau labba áfram.
Strákurinn fær hiksta.
Þar sem þau eru á rölti mæta þau aftur gaurnum sem þau gáfu pizzuna. Sá var víst bæði stór og kraftalega vaxinn... víkur sér að stráknum og segir í ásökunartón: "Þú tókst veskið mitt!"
Stráksi þrætir fyrir en hinn æsist allur upp og er á endanum farinn að öskra á hann:"Komdu með veskið mitt!!"
Stráknum leist ekkert á blikuna (orðinn skíthræddur) og sá að þetta stefndi aðeins í eitt; blóðug slagsmál, þar sem það yrði að öllum líkindum hann sjálfur sem leggði til blóðið.
Gellur þá í gaurnum, sem skyndilega var orðinn pollrólegur: "Er hikstinn farinn? -Vissi það... virkar alltaf!"
:D
3 ummæli:
lol
LOL góð saga!
LOLOL
Skrifa ummæli