Ó mæ
Komin heim eftir vægast sagt skrautlegt ferðalag. Flaug frá Quebec til Montréal, og svo Boston þar sem við höfðum nokkra klukkutíma til að skoða okkur um í borginni. Svo var það lokaflugið til Íslands, sem lagði af stað tímanlega um kvöldið.
Eftir fjögurra tíma flug til Keflavíkur var ekki hægt að lenda vegna veðurs og var ákveðið að hringsóla og sjá hvort vindinn lægði. Eftir klukkutíma hringsól var stefnan tekin á Glasgow þar sem allir þurftu að taka farangurinn sinn og bíða frekari frétta í flugstöðinni. Þetta var klukkan hálf níu á sunnudagsmorgni. Við gátum ekkert farið þar sem við máttum ekki tékka töskurnar inn og verið var að bíða eftir nýrri áhöfn frá Íslandi þar sem áhöfnin okkar fór beint upp á hótel í hvíld.
Klukkan sjö um kvöldið lögðum við af stað til Íslands og lentum loks í Keflavík um tíuleitið.
Og allur farangurinn varð eftir í Glasgow og hefur ekki enn skilað sér.
Til að kóróna allt gaf ég upp gemsanúmerið mitt til að hringja í þegar töskurnar koma. Gemsinn batteríislaus og hleðslutækið í töskunum!
En hey, ég er allavega komin heim :)
3 ummæli:
Velkomin heim
Váá meiri heimferðin fyrir þig ! Búin að fá töskuna ?
Rúna "Valkyrja"
Já, töskurnar skiluðu sér á miðvikudaginn. Mig langar samt ekki í flug aftur á næstunni :)
Skrifa ummæli