miðvikudagur, apríl 09, 2008

Loksins! Loksins!

Eftir að hafa hangið í hálft ár á sama stað á biðlista, er ég komin með íbúð á Stúdentagörðunum :)
Fæ afhent 3. júní sem gæti ekki verið betri tími, prófin búin og allt sumarið framundan. Stelpurnar fá aðlögunartíma áður en þær byrja í nýjum skóla og ég losna við umferðarteppu tvisvar á dag og slepp við að selja hitt nýrað til að eiga fyrir bensíni. Spara að auki skrilljónir í leigu og fæ íbúð sem er ekki að detta í sundur.

Jei!

7 ummæli:

Sandra sagði...

TIL HAMINGJU! :D
Frábært að heyra...!

Asdis sagði...

Til hamingju með þetta, námsskutlan þín :) Ég þarf þá að fara að finna annað gælunafn á þig en Kópavogsskvísuna...

eva sagði...

Takk, takk :)

Ásdís, eins lengi og þú lofar að kalla mig ekki "húsmóðurina í vesturbænum"...!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina.
Kannski frjarlægðin fari að vera "nógu" mikil til að maður druslist í heimsókn :Þ

eva sagði...

Já, haha! Ég vona ég þurfi samt ekki að flytja til útlanda aftur svo þú komir í heimsókn ;)

Asdis sagði...

Eva mín, ekki hafa áhyggjur. Ég á nefnilega systur sem ber þennan virðulega titil: "Húsmóðirin í vesturbænum".
Há abát Eva Biker grl ??

Nafnlaus sagði...

Hæ, langt síðan ég hef kíkt á þig. Til hamingju með íbúðina !

Rúna