Rigningu takk?
Það ættu að vera lög gegn próflestri á svona góðviðrisdögum. Með háum sektum (á kennarana auðvitað). Spurning með að stilla sér upp á einhverjum gatnamótunum og mótmæla.
Hjólið er búið að standa úti í allan dag, baðað sólskini og ekki laust við að ég sé með samviskubit fyrir vanræksluna :/
En, þetta verður vonandi fljótt að líða og þegar prófin eru búin skal sko verða fjör! Ég er meira að segja farin að undirbúa, búin að skrá mig í Útivist og stefni á Lómagnúp í lok maí.
Kannski vinn ég í lottóinu og get tekið Hrefnu með mér.
1 ummæli:
Prófaknús og próflestrarstraumar... Það verður svo frábært þegar þetta verður búið!
Ég sendi líka sérstaka lottóvinningsstrauma!
Rosalega ertu garpaleg á myndinni við síðustu færslu - verð óskaplega stolt litlafrænka ;-)
Skrifa ummæli