Hélstu að atti-katti-nóa væri rugl?
Var að keyra heim úr Bónus með Júlíu í bílnum og útvarpið stillt á Útvarp Latabæ. Mjög fyndin útvarpsstöð með mjög góða stefnu, en tónlistin sem er spiluð er allt frá þessum klassísku barnalögum upp í hálf klúra útilegusöngva, sem maður hefur aldrei sungið nema undir áhrifum.
Nema hvað, við erum semsé að keyra þegar upphafstónar þessa lags byrja að óma. Og einhverra hluta vegna fór ég að hlusta á textann: (ég birti þetta með fyrirvara um villur, enda lærði ég aldrei þessa vísu)
Ég á litla mús, hún heitir Heiða
ég var að greiða henn'í dag, herra Jón.
Hún er voða sæt, hún kann að dansa
og hún dansar svo vel, herra Jón.
Þó að hún sé feit, þá er hún ofsa mikið krútt
með rauða slaufu í skottinu.
Ég mun alltaf hafa hana hjá mér
ég ætla'ð gefa henni ost, herra Jón.
Hún mun aldrei fá að sleppa frá mér,
ég ætla'ð gæta hennar vel, herra Jón.
Mig langar að vita á hverju höfundurinn var þegar hann samdi þetta. Og hver er þessi 'herra Jón'?! Svo er fólk hissa á því að æska vor sé á hraðri leið til glötunar. Ég er ekki frá því að ég sjálf þurfi eins og einn-tvo tíma í þerapíu eftir þessa lífsreynslu.
Heiða?
föstudagur, apríl 29, 2005
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Það er hvort eð er ekkert gaman að vera venjulegur...
Enn ein hávísindaleg könnunin hér á Bla-inu hefur nú leitt af sér athyglisverðar niðurstöður, sem segja um leið ýmislegt um þá sem hingað rata inn.
Spurningunni; hvernig lestu dagblaðið? var svarað eftirfarandi:
11% byrja fremst
56% lesa blaðið afturábak
11% lesa teiknimyndasögurnar fyrst
og 22% lesa blaðið á hvolfi!
Þarf nokkuð frekari vitnanna við? En við erum samt öll ágæt á okkar sérstaka hátt erþakki ;)
Enn ein hávísindaleg könnunin hér á Bla-inu hefur nú leitt af sér athyglisverðar niðurstöður, sem segja um leið ýmislegt um þá sem hingað rata inn.
Spurningunni; hvernig lestu dagblaðið? var svarað eftirfarandi:
11% byrja fremst
56% lesa blaðið afturábak
11% lesa teiknimyndasögurnar fyrst
og 22% lesa blaðið á hvolfi!
Þarf nokkuð frekari vitnanna við? En við erum samt öll ágæt á okkar sérstaka hátt erþakki ;)
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Ofsakátur Jónsson
Af visir.is:
Má heita Hilaríus
"Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Nefndin tók beiðni um eiginnafnið Hilaríus til greina nýverið og hefur fært það á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsendingu, eða til Hilaríusar, og telst uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.
Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt."
Ja, hérna. Ekki er öll vitleysan eins...
Af visir.is:
Má heita Hilaríus
"Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Nefndin tók beiðni um eiginnafnið Hilaríus til greina nýverið og hefur fært það á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsendingu, eða til Hilaríusar, og telst uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.
Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt."
Ja, hérna. Ekki er öll vitleysan eins...
mánudagur, apríl 11, 2005
Þvílík snilld!
"Þessi vélknúna vekjaraklukka á hjólum hringir og skýst síðan í felur þannig að eigandinn verður að fara á fætur og finna hana til að slökkva á henni. Gripurinn er uppfinning Gauris Nandas, framhaldsnemanda við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT) í Bandaríkjunum. Hann kallar tækið 'Clocky'." (af mbl.is)
Ég get ímyndað mér að þessi klukka verði hötuð af mörgum morgunsvæfum eigandanum. Ég held ég myndi allavega ekki storka mínu eigin morgungeði með svona grip :)
Clocky!
"Þessi vélknúna vekjaraklukka á hjólum hringir og skýst síðan í felur þannig að eigandinn verður að fara á fætur og finna hana til að slökkva á henni. Gripurinn er uppfinning Gauris Nandas, framhaldsnemanda við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT) í Bandaríkjunum. Hann kallar tækið 'Clocky'." (af mbl.is)
Ég get ímyndað mér að þessi klukka verði hötuð af mörgum morgunsvæfum eigandanum. Ég held ég myndi allavega ekki storka mínu eigin morgungeði með svona grip :)
Clocky!
þriðjudagur, apríl 05, 2005
"Here fishy, fishy..."
Langþráður draumur rættist um daginn þegar mér áskotnaðist fiskabúr. Nú eigum við mæðgur sinn fiskinn hver (góð byrjun allavega :)
Júlíu fiskur er gulur og heitir Nemo (lesist 'Nímó' með kanadískum hreim). Eitthvað segir mér að hann sé ekki eini skrautfiskurinn með þessu nafni, sbr. alla kettina sem heita Simbi, Nala o.s.frv.
Selmu fiskur er röndóttur og heitir Pig. Selma elskar svín og langar í eitt slíkt sem gæludýr, svo þetta er svona smá friðþæging :)
Ernu fiskur heitir Fluffy, enda rosalega loðinn og krúttlegur... eh... já, einmitt.
Minn heitir svo auðvitað Bobby, eftir Fishernum fræga... enda ljótastur af þeim öllum.
Nemo, Bobby, Pig og Fluffy.
Langþráður draumur rættist um daginn þegar mér áskotnaðist fiskabúr. Nú eigum við mæðgur sinn fiskinn hver (góð byrjun allavega :)
Júlíu fiskur er gulur og heitir Nemo (lesist 'Nímó' með kanadískum hreim). Eitthvað segir mér að hann sé ekki eini skrautfiskurinn með þessu nafni, sbr. alla kettina sem heita Simbi, Nala o.s.frv.
Selmu fiskur er röndóttur og heitir Pig. Selma elskar svín og langar í eitt slíkt sem gæludýr, svo þetta er svona smá friðþæging :)
Ernu fiskur heitir Fluffy, enda rosalega loðinn og krúttlegur... eh... já, einmitt.
Minn heitir svo auðvitað Bobby, eftir Fishernum fræga... enda ljótastur af þeim öllum.
Nemo, Bobby, Pig og Fluffy.