Önnur smá melding
Steikingin heldur áfram. Komst að því að þegar maður eyðir þremur klukkutímum á ströndinni (og þar af einum í sjónum) þá gerir sólarvörn lítið gagn. Júlía brann sem betur fer lítið en lítur núna út eins og svertingi í hvítum sundfötum.
Hitinn fór upp í 32 gráður í gær, en var þolanlegur því rakinn var ekki svo mikill. Búin að ná mér í nokkur moskítóbit líka, svona til upprifjunar.
Fór og hitti Concepts stelpurnar (hárgreiðsluskólinn) á pöbb í gærkvöldi sem var mjög gaman. Allar orðnar harðtrúlofaðar og tvær á leiðinni upp að altarinu.
Afrekaði að fljúga á hausinn á hlaupabrettinu í ræktinni í fyrradag. Alveg ótrúlega flott og lá við að það væri klappað fyrir mér.
Búin að flýta heimförinni og kem á miðvikudag, en stelpurnar verða áfram til mánaðamóta. Ætla að reyna að finna mér tjald hérna svo maður geti kannski farið í útilegu.
Adios elskurnar, hlakka til að sjá ykkur.
1 ummæli:
Sæl og blessuð Eva, sé að þú skemmtir þér konunglega á fyrrum heimaslóðum, það er gott að geta sólað sig smá en passaðu þig nú stelpa, ekki gleypa þetta í þig ;) bestu kveðjur, Gurrý
Skrifa ummæli