þriðjudagur, október 04, 2005
365 dagar
Í dag er ár síðan ég flutti heim frá Kanada. Heilt ár. Mér finnst vera eitthvað svo stutt síðan, en samt finnst mér líka svo ótrúlega margt hafa gerst á þessu ári. Kannski þessvegna sem tíminn hefur verið svona fljótur að líða.
Þegar ég bjó úti sagði ég alltaf að ef ég flytti heim yrði örugglega erfiðast að venjast veðrinu og verðinu. Það var líka alveg rétt, ég er ekkert að fíla þetta skítaveður sem er búið að vera hérna undanfarnar vikur og finnst sumarið hafa verið ósköp stutt og ómerkilegt. Og það er víst óþarfi að fjölyrða hér um verðlagið... ekki víst að ég gæti stoppað ef ég hætti mér inn á þá braut. En auðvitað hafa báðir staðir sína kosti og galla á ólíkum sviðum. Það er margt sem maður saknar og oft vildi ég helst geta búið á báðum stöðum.
Þetta er nú samt búið að ganga ótrúlega vel miðað við allt og maður getur ekki kvartað. Stelpurnar búnar að standa sig eins og hetjur og hingað til hefur allt gengið upp varðandi vinnu, húsnæði o.þ.h. (7,9,13)
Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvar maður verður staddur í lífinu eftir ár í viðbót. Ég vona allavega að árið framundan fari um mig heldur mýkri höndum en það síðasta. Alveg kominn tími til að geta farið að slaka aðeins á og njóta þess að vera til.
Jæja, þetta var nú bara svona smá alvarleiki í tilefni dagsins. Lofa að vera skemmtilegri næst!
1 ummæli:
já það er skrýtið hvert lífið ber mann. ég lá einmitt hérna í sófanum áðan að jafna mig eftir fyrstu magakveisu vetrarins, soldið aum og saknaði Íslands. ég veit náttúrulega ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en ég geri ráð fyrir því að koma heim næsta sumar í vonda veðrið og háa verðið.... rétt vona að masterinn minn gefi mér almennileg laun :)
Skrifa ummæli